Mér finnst mjög gott að æfa hjá elin.is. Nú geri ég allar æfingar betur með meiri virkni í kvið og með meiri vitund. Þetta hefur nýst mér gríðarlega vel í minni íþrótt. (meira…)
Rope Yoga námskeið, TRX styrktaræfingar og hjól í hlýlegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta tengd heilsu og vellíðan. Æfingakerfin nota líkamsþyngd í stað lóða til að hámarka árangur.
Þú notar þá mótstöðu sem hentar til að styrkja vöðva, auka brennslu, liðleika og úthald. Hvort sem þú ert byrjandi eða íþróttamaður í toppformi þá eru æfingakerfin fyrir þig.
NÁMSKEIÐ
- Veldu þitt námskeið
- Tryggt pláss á einu námskeiði
- 8 vikur
TÍMATAFLA
Gildir frá 28. ágúst 2023
VIÐ ERUM STOLT OG ÁNÆGÐ YFIR UMSÖGNUM
FRÁ ÞÁTTTAKENDUM
Eitt af því mörgu góða sem hefur gerst í lífi mínu var að taka þá ákvörðun að fara í Rope Yoga og TRX hjá elin.is. Hugtakið Yoga hafði ávallt verið mér framandi. (meira…)
Andrúmsloftið var mjög afslappað og maður fann traustið og virðinguna í umhverfinu. Upplifunin að vera á námskeiðinu var einstök. Takk fyrir einstakt námskeið.
Hrikalega skemmtilegir og góðir tímar. Taka svakalega á en alltaf passað uppá að teygja og slaka i lok tima sem er æði.
Í Rope Yoga 4 vikum eftir brjósklosaðgerð. Ástundun Rope Yoga hefur hjálpað mér mikið við að ná fyrri liðleika og styrkt kviðvöðvana svo um munar að öðrum ógleymdum. (meira…)
Þetta hafa verið tímar sem hafa gefið mér mjög mikið bæði andlega og líkamlega. Mér finnst mjög notalegt að hlusta á upplestur af fróðleik þegar ég geri Rope Yoga æfingarnar. (meira…)
Frábær vellíðan eftir alla tímana. Æfingar á forsendum hvers og eins þátttakanda. Hef stundum átt virkilega erfitt með að sætta mig við æfingar sem ég get engan vegin gert vegna þyngsla. Lesturinn er alltaf frábær.
KENNARAR
Við trúum því að hug- og heilsurækt eigi að vera skemmtileg og hvetjandi.
