Rope Yoga eru einfaldar kviðæfingar með aðstoð banda þegar þú liggur á dýnu. Böndin veita okkur aðgang að óvirkustu vöðvum líkamans; kvið og aftanáliggjandi lærvöðvum. Mesta áherslan er lögð á kviðvöðva, lær- og rassvöðva. Ekkert álag er á liði í æfingunum. Einnig eru góðar teygjur með og án banda í hverjum tíma ásamt flæði- og styrktaræfingum.

Æfingarnar geta verið bestu meðferðirnar við flestum bak meiðslum, þar sem þær stuðla að því að koma á jafnvægi í hrygg. Æfingar fyrir neðra bak beinast að því að styrkja kviðvöðva.

Rope Yoga er hugleiðsla á hreyfingu. Það geta allir stundað yoga óháð aldri og þyngd. Auðvelt er að ná valdi á æfingum og hægt er að byrja hvenær sem er á námskeiðum.

GERÐU ÞITT BESTA!