JAFNVÆGI OG STYRKUR

TRX eru styrktaræfingar sem þú framkvæmir í sérútbúnum böndum sem hanga úr lofti og þú notar þinn eigin líkamsþunga. Þú notar semsagt líkamsþyngd í stað lóða til að hámarka árangur og styrkja vöðva. Þú æfir á þínum forsendum og getur algjörlega stjórnað álagi sjálfur.

Æfingarnar taka á öllum þáttum líkamans s.s. jafnvægi, styrk, brennslu, liðleika og úthaldi. Æfingarnar ganga út frá öndun og átaki. Útkoman er því skemmtilegar og öflugar æfingar. Hvort sem þú ert byrjandi eða íþróttamaður í toppformi þá eru þessar æfingar fyrir þig. Þú notar bara þá mótstöðu og álag sem henntar þér. Í lok hvers tíma er unnið markvisst að góðri djúpvöðvaþjálfun, slökun og liðleikaþjálfun.

TRX er frábært ef markmiðið er að byggja upp styrk sem þú getur notað í þínu daglega lífi. Námskeiðin eru í hlýlegu og róandi umhverfi. Komdu og prófaðu þetta vandaða námskeið og þú finnur fljótt muninn.