SKILMÁLAR FYRIR NÁMSKEIРelin.is

Þegar þú skráir þig á námskeið ert þú að kaupa plássið en ekki ákveðinn tímafjölda. Komi til þess að þú nýtir ekki hluta af námskeiði bendum við þér á að ráðfæra þig við okkur um hvernig þú getur bætt það upp með aukaæfingum á meðan námskeiðstímabilinu þínu stendur. Athugið að elin.is bætir ekki upp námskeiðstíma með öðrum hætti.

Ef um alvarlegan heilsubrest er að ræða sem veldur því að þú nýtir ekki 50% eða meira af námskeiðstíma er þér velkomið að senda okkur læknisvottorð á elin@elin.is. Hvert slíkt mál er skoðað og metið. Námskeið eru ekki endurgreidd.

Við minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga, bæjarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

Elín.is ehf kt: 450105-3170 er staðsett í Bæjarhrauni 2. Símanúmer er +354-696-4419.

Ef þú hefur einhverjar ábendingar biðjum við þig að senda okkur tölvupóst á elin@elin.is.

elin.is áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru í ISK og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Elín.is ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Reglur og skilmálar varðandi friðhelgi og vafrakökur (cookies)
Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að folk verndi persónulegar upplýsingar. Við höfum tekið upp sérstakar reglur og skilmála varðandi friðhelgi sem setur okkur mörk varðandi söfnun, geymslu og notkun á þeim upplýsingum sem þú gefur okkur.

Við birtum upplýsingarnar hér að neðan til að gestir okkar á vefnum séu meðvitaðir um fyrrnefndar reglur og skilmála. Með því að heimsækja www.elin.is samþykkirðu og viðurkennir þær aðferðir sem lýst er í þessum texta.

Reglur varðandi friðhelgi
Ef þú ert undir 16 ára aldri förum við fram á að þú upplýsir foreldra eða forráðamann um reglur og skilmála Elín.is ehf. og að þú fáir samþykki þeirra áður en þú skráir þig.

Hafðu í huga skilmála og reglur þegar þú setur inn persónulegar upplýsingar.
Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér þegar þú skráir þig á námskeið söfnum við einungis upplýsingum sem varða nafnið þitt, símanúmer, netfang og kennitölu. Með því að skrá þig heimilarðu slíka söfnun upplýsinga.

Við notum upplýsingar þínar með ýmsum hætti til að gera þér sem auðveldast fyrir. Þar á meðal til að staðfesta skráningu þína. Að senda þér áminningar eða kynningu með tölvupósti/sms. Þú getur hvenær sem er afþakkað að fá slík skilaboð.

Hvað með vafrakökur (cookies)?
„Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Elin.is notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn. Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar.

Með því að nota vefsíðu elin.is samþykkirðu notkun á vafrakökum.

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á www.AboutCookies.org. Möguleikar þínir á notkun vefsíðu elin.is gætu takmarkast við slíkar breytingar.