Innihald:
-
150 gr. rjómasúkkulaði. Ég nota saltkaramellu Nóa Síríus.
-
150 gr. suðusúkkulaði (70%).
-
100 gr. núggat. Ég nota þetta danska.
-
½ dl. möndlur.
-
1 dl. pistasíuhnetur.
-
1 tsk. kókosolía.
-
Flögusalt ca. 1 tsk.
Aðferð:
-
Ristið möndlur og pistasíuhnetur í kókosolíu á pönnu.
-
Saltið þær og látið kólna.
-
Mixið hnetu blönduna frekar gróft.
-
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
-
Þegar það er bráðið bætið þá núggatinu saman við og hrærið. þar til það hefur bráðnað.
-
Hellið blöndunni í form.
-
(Líka hægt að bræða hvítt súkkulaði og skreyta með)
-
Dreifið hnetu blöndunni yfir.
-
Ég nota ofnskúffu með smjörpappír.
-
Látið storkna inni í ískáp í ca. einn til tvo tíma.
-
Brjótið súkkulaðið í hæfilega bita.