Innihald:

  • 150 gr. rjómasúkkulaði. Ég nota saltkaramellu Nóa Síríus.

  • 150 gr. suðusúkkulaði (70%).

  • 100 gr. núggat. Ég nota þetta danska.

  • ½ dl. möndl­ur.

  • 1 dl. pist­asíu­hnet­ur.

  • 1 tsk. kó­kosol­ía.

  • Flögu­salt ca. 1 tsk.

Aðferð:

  1. Ristið möndl­ur og pist­asíu­hnet­ur í kó­kosol­í­u á pönnu.

  2. Saltið þær og látið kólna.

  3. Mixið hnetu ­blönd­una frek­ar gróft.

  4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.

  5. Þegar það er bráðið bætið þá núggat­inu sam­an við og hrærið. þar til það hef­ur bráðnað.

  6. Hellið blönd­unni í form.

  7. (Líka hægt að bræða hvítt súkkulaði og skreyta með)

  8. Dreifið hnetu­ blönd­unni yfir.

  9. Ég nota ofnskúffu með smjörpapp­ír.

  10. Látið storkna inni í ískáp í ca. einn til tvo tíma.

  11. Brjótið súkkulaðið í hæfi­lega bita.

 

Gleðilega hátíð!