Rope Yoga

Rope Yoga er heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk. Kerfið er einstakt sinnar tegundar því að það býður upp á nýja gerð æfinga með aðal áherslu á kviðarholsvöðvana.