
Innihald:
150 gr. rjómasúkkulaði. Ég nota saltkaramellu Nóa Síríus.
150 gr. suðusúkkulaði (70%).
100 gr. núggat. Ég nota þetta danska.
½ dl. möndlur.
1 dl. pistasíuhnetur.
1 tsk. kókosolía.
Flögusalt ca. 1 tsk.
Aðferð:
Ristið möndlur og pistasíuhnetur í kókosolíu á pönnu.
Saltið þær og látið kólna.
Mixið hnetu blönduna frekar gróft.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Þegar það er bráðið bætið þá núggatinu saman við og hrærið. þar til það hefur bráðnað.
Hellið blöndunni í form.
(Líka hægt að bræða hvítt súkkulaði og skreyta með)
Dreifið hnetu blöndunni yfir.
Ég nota ofnskúffu með smjörpappír.
Látið storkna inni í ískáp í ca. einn til tvo tíma.
Brjótið súkkulaðið í hæfilega bita.

