Handgerð útikerti

Loga vel í íslenskri veðráttu og allt vax er endurunnið úr gömlum kertaafgöngum. Útikertið er tilvalið við innganginn á þeim viðburði sem þú vilt skapa notalegt andrúmsloft.

Hvernig er best að slökkva á kertinu?

Best er að slökkva á kertinu með því að kæfa eldinn. Þar sem flestar ljóskæfur eru of litlar er hægt að nota gamla glerkrukku og setja yfir eldinn.

Sjá myndskeið hér fyrir neðan.

Athugið! Ef þú átt gömul kerti eða kertavax þá er hægt að setja það í útikertið til að auka brennslutíma.